Heimsmeistarakeppni í klakaskurði

26.02 2013

Heimsmeistarakeppnin í klakaskurði fer fram í Fairbanks í Alaska 25-27.febrúar. Þessi keppni hefur verið árleg síðan 1990 og því haldin í 13 skiptið þetta árið. Eins ótrúlegt og það hljómar þá hafa aldrei verið keppendur frá Íslandi í þessari heimsþekktu keppni. Á því verður breyting þetta árið. Tveir ískaldir víkingar ætla að stökkva beint útí djúpu laugina og taka þátt í „Single block“ keppninni.  Þetta eru þeir Ottó Magnússon og Hjörleifur Árnason. Keppendur fá einn ísklump sem er 1.5 X 2.4 X 0.9 cm að stærð og fá 60 klst. til þess að skera úr honum listaverk að eigin vali. Það getur verið mjög tímafrekt og mikil nákvæmnisvinna að skapa listaverk af þessu tagi og ekki óalgengt að keppendur séu að gera verkið bróðurpartinn úr sólarhringnum og jafnvel vinni allan sólarhringinn.

 

Spáin fyrir Fairbanks á þessum tíma er um -27°C. Það kemur sér því afskaplega vel fyrir þá Ottó og Hjörleif að vera í sérhönnuðum Stihl vinnubuxum frá Garðheimum sem eru sérstyrktar til að þola kulda og óhöpp sem geta orðið þegar unnið er með stórar keðjusagir á stórum ísklumpum. Einnig verða þeir með Stihl keðjusagir þar sem þær eru ekki síðri til þess að skera út listaverk í ís en til þess að skera tré.  Ottó og Hjörleifur þakka Garðheimum fyrir aðstoðina. Fylgjast má með keppninni í beinni á heimasíðu hennar www.icealaska.com

Ottó og Hjörleifur halda úti síðu á Facebook undir heitinu "Klakastyttur"

 


19.01.2018

Fermingarsýning Garðheima 2018

Helgina 3-4 febrúar 2018 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 

30.10.2015

Vinkvennakvöld Garðheima 2015

Miðvikudaginn 4. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


31 - 40 af 96
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita