Nóvemberkaktus

14.10 2011

Nóvemberkaktus er auðveldur og þakklátur stöngulkaktus, sem blómstrar í 1-2 mánuði.  Hann blómstrar ár eftir ár og verður oft stór og mjög fallegur, alþakinn bleikum eða hvítum blómum. Hann nýtur sín vel á borði, í glugga og sérstaklega vel á blómasúlu nálægt glugga.

Umhirða

Yfir blómgunartímann þarf að vera jafn raki en þó má hann aðeins þorna á milli vökvana, hann má alls ekki ofþorna.  Þetta er þó allt háð hitastigi innandyra.  Áburðargjöf er hálfsmánaðarlega.  Þegar hann er kominn í blóm má ekki snúa honum í gluggakistunni því þá detta knúparnir af.  Eftir blómgun þarf að hvíla plöntuna.  Það er gert með því að minnka verulega vökvun.  Liðirnir mega þó alls ekki skorpna.  Á vorin þarf að skipta um mold á honum og auka vökvunina. Hann vex mikið á sumrin og eftir vaxtartímabilið er vökvunin minnkuð aftur þar til blómknúppar fara að sjást.

Birta

Svolítil sólarglæta sakar ekki, en vægur skuggi er æskilegri.

Hiti

Meðalhiti nótt (10-16°C) svalt og þurrt frá september og þar til blómhnappar sjást.

19.01.2018

Fermingarsýning Garðheima 2018

Helgina 3-4 febrúar 2018 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 

30.10.2015

Vinkvennakvöld Garðheima 2015

Miðvikudaginn 4. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


31 - 40 af 96
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita