Afmælisveisla

30.09 2011

Við höldum upp á 20 ára afmæli Garðheima/Gróðurvara ehf um helgina.  Af því tilefni eru allar vörur á lágmark -20% afslætti, og allt að -70% afslætti!

Á afmælisdaginn, laugardaginn 1.október kl. 14-16 verður 14 metra löng súkkulaðikaka og ísköld mjólk eða kaffi í boði fyrir alla sem sækja okkur heim!  Einnig gefum við ís í brauðformi og blöðrur alla helgina! 

Sýnikennsla í haustkransagerð laugardag kl. 14-16.

11.04.2014

Vorgleði Garðheima

Krakkarnir læra að sá fyrir sumarblómum hjá Guggu

Vorgleði Garðheima fer fram helgina 22-23 apríl. Það verður fullt um að vera, frábærir gestir, fróðleikur, tilboð, veitingar og hestaferðir fyrir krakkana.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

06.02.2017

Fermingarsýning Garðheima 2017

Helgina 4-5 febrúar 2017 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 


31 - 40 af 97
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita