Ágústblóm

25.08 2011

Ágúst er tími lilja og rósa. Nú er sumarið heldur betur farið að styttast í annan endann og prímadonnur garðsins keppast við að kreista út blóm áður en fyrsta frostið skellur á. Það er oft æsispennandi að sjá hvort það hefst. En það eru nú samt ekki bara prímadonnur sem blómstra í ágúst.

Liljurnar byrja margar að blómstra í byrjun ágúst. Asíublendingarnir eru hver öðrum glæsilegri og margir hverjir þrífast ljómandi vel á góðum stað. Þeir eiga það þó til að verða skammlífir. Nokkrar sortir sem hafa reynst vel eru 'Lollypop', 'Marrakech' og 'Lemon Stardust'.

Margar hávaxnar bláklukkutegundir blómstra í ágúst, þeirra á meðal fagurklukkan sem ber svo sannarlega nafn með rentu. Það er leitun að eins glæsilegri plöntu. Aðrar fallegar bláklukkur sem blómstra núna eru risaklukka, mjólkurklukka og kóreuklukka sem blómstrar í lok ágúst og stendur í blóma fram í september.

Murur eru líka áberandi í ágúst. Sú glæsilegasta er blendingsmuran, oft nefnd rósamura, með sín stóru fylltu blóm. Blóðmura blómstrar líka um þetta leiti og hefur yrkið 'Melton Fire' reynst ljómandi vel.

Beðrósirnar, prímadonnurnar í garðinum, standa nú margar í blóma. Þær fengu plastskýli hjá mér í vor til að hjálpa þeim af stað og getur munað hátt í mánuði á blómguninni með því móti. Sem þýðir að þær ná flestar að blómstra eitthvað áður en sumarið líður hjá. Margar eru jafnvel búnar að blómstra eins og 'Duftwolke', 'Masquerade' og dornrósin. Nokkur falleg yrki sem standa í blóma núna eru 'Schneewittchen', 'Menja' og 'Europeana' er nálægt því að opna fyrstu blómin. En það eru ekki bara prímadonnur í blóma núna, margar runnarósir standa enn í blóma síðan í júlí eins og t.d. ígulrósayrki og bjarmarósir. Ígulrósin 'F.J.Grootendorst' er með síðustu ígulrósunum að byrja að blómstra og er nú þakin blómum og klifurrósirnar 'Flammentanz', hunangsrós og pólstjarnan skarta sínu fegursta.

Aðrar plöntur sem eru áberandi í ágúst eru riddarasporar, moskusrós, doppugullrunni og fyrstu vendirnir eru að byrja að opna sín yndislega fallegu bláu blóm. Furðuvöndurinn er fyrstur og bætast fleiri við þegar líður á haustið.

Rannveig Guðleifsdóttir

Garðaflóra


19.01.2018

Fermingarsýning Garðheima 2018

Helgina 3-4 febrúar 2018 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 

30.10.2015

Vinkvennakvöld Garðheima 2015

Miðvikudaginn 4. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


31 - 40 af 96
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita