Jólatré - tegundirnar

27.11 2010

GRENI, ÞINUR OG FURA SEM JÓLATRÉ

Nordmannsþinur

Nordmannsþinur  er hið sígilda jólatré til margra áratuga, og er sú tegund sem flestir velja.  Hann hefur fagurgrænan lit á mjúkum nálunum.  Hann er barrheldinn og getur verið mjög þéttur.   Þessi tegund er ekki ræktuð á Íslandi og því flutt inn til landsins fyrir hver jól.

Rauðgreni

Rauðgreni er sú tegund sem lengst hefur verið notuð sem jólatré hér á landi.  Með réttri meðhöndlun er það frekar barrheldið og þannig hægt að halda ferskgrænum nálunum betur á trénu.   Ilmurinn er mjög góður, og oft hefur rauðgreni þetta ‘ekta’ jólatréslega  vaxtarlag, píramídlaga og þétt.  Auk þess er það frekar nett og því ekki mjög plássfrekt.

Blágreni

Blágreni hefur bláleitari nálar en Sitkagreni, sem sýnir tegundamuninn.  Það hefur þétta krónu og nálarnar eru auðvitað stinnar en þess heldur sýnist tréð enn tignarlegra.  Með réttri meðhöndlun er það mjög barrheldið og hefur þétta og jafna krónu. Ilmur er nokkuð mikill.

Stafafura

Stafafuran, er einstaklega falleg sem jólatré og ilmurinn sérstaklega góður. Hún er að koma sífellt meira og meira inn,  svolítið öðruvísi en hið sígilda tré sem hefur hið venjulega píramídalaga vaxtarlag.  Stafafuran sem er einnig barrheldinn, heldur fagurgrænum nálunum vel fram yfir áramót.  

Sitkagreni

Sitkagreni sem jólatré hefur einnig verið nokkuð algengt, vinsældir aukast á frá ári.  Nálarnar haldast vel ef beitt er réttri meðhöndlun.  Athuga skal að Sitkagreni tekur inn mest af vatni af öllum grenitegundum.  Þannig að passa skal sérstaklega að bæta við vatni.  Ilmur er frekar lítill og nálarnar stinga eitthvað, en Sitkagreni hefur þennan djúpgræna lit, sem gerir það nátturlegt og fallegt.

 

MEÐHÖNDLUN
19.01.2018

Fermingarsýning Garðheima 2018

Helgina 3-4 febrúar 2018 verður Fermingarveislusýning Garðheima haldin með pomp og prakt.

10.02.2017

Sáningarhelgi 2017

Það er sáningarhelgi hjá okkur í Garðheimum dagana 11. og 12. febrúar. Þá bjóðum við uppá ráðgjöf milli kl 13 og 16 á laugardag og sunnudag og 20% afslátt af öllum fræjum og mold. 

03.11.2016

Opið námskeið í jólaskreytingagerð

Laugardaginn 19. nóvember kl 12:00 verður opið námskeið í jólaskreytingagerð. 

28.10.2016

Vinkvennakvöld Garðheima 2016


Miðvikudaginn 2. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


30.09.2016

25 ára afmælisgleði Garðheima


Okkur langar að bjóða ykkur öll velkomin í afmælisgleði Garðheima um helgina!

14.04.2016

Vorgleði Garðheima 2016

Vorgleði Garðheima 2016 verður haldin helgina 16-17 apríl.  Við fáum til okkar frábæra gesti og bjóðum uppá fróðleik, tilboð, blöðrur og veitingar. 

12.04.2016

Starfsmenn óskast

Vantar þig vinnu?

Garðheimar eru að leita af hressum og skemmtilegum starfsmönnum í ýmisskonar störf. 

02.12.2015

Afmæli Garðheima

Garðheimar eiga afmæli 2. desember. Af því tilefni verða frábær afmælistilboð út um alla verslun og 100 fyrstu viðskiptavinir dagsins fá jólasýprus frá Garðheimum.

19.11.2015

Sýnikennsla í Jólakransagerð

Laugardaginn 21. nóvember kl 12:00 ætlar Jóhanna Hilmarsdóttir, blómaskreytir, að vera með sýnikennslu í jólakransagerð. Þar fer hún yfir hvernig á að vefja grenikransa og mosakransa, hvort sem er til að nota á hurð eða sem aðventukrans. Einnig verður farið í nýjustu strauma og stefnur í aðventukransagerð. 

30.10.2015

Vinkvennakvöld Garðheima 2015

Miðvikudaginn 4. nóvember verður vinkvennastemning í Garðheimum. Þá fara Garðheimar í sinn sparilegasta búning og fagna aðdraganda jólanna með öllum vinkonum sínum. Notaleg og skemmtileg stemning verður allsráðandi um kvöldið sem byrjar með dásamlegum vinkvennamatseðli (2 fyrir 1) á Spírunni milli kl 17 og 19. 


31 - 40 af 96
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 

Leita