Krydd og matjurtir i pottum og kerjum

27.05 2011

Það eru ekki allir sem hafa pláss eða aðstöðu fyrir stóran matjurtagarð sem getur séð fjölskyldunni fyrir grænmeti og kartöflum frameftir vetri. Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að njóta þess að gæða sér á heimaræktuðu grænmeti, þó í litlu magni sé. Það er nefnilega vel hægt að rækta matjurtir í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum.

Og hvað er svo hægt að rækta? Það fyrsta sem kemur upp í hugann eru kryddjurtir og salat sem hvorutveggja henta mjög vel í pottarækt. Það er t.d. ekki amalegt að hafa pott með uppáhalds kryddjurtunum eða salati við dyrnar þar sem stutt er að ná sér í klípu með matnum. Það getur verið ágætt að sá salatinu tvisvar til þrisvar sinnum með nokkurra vikna millibili til að fá uppskeru yfir lengri tíma.

Ég gerði tilraun með að rækta gulrætur í stórum blómakassa í fyrra sumar með fínum árangri. Það tók reyndar ekki marga daga að klára uppskeruna en það jafnast ekkert á við heimaræktaðar gulrætur þó í litlu magni sé! Þær njóta líka góðs af því að jarðvegurinn hitnar fyrr í kassanum heldur en í venjulegu beði. Jarðaber er líka fínt að rækta í kerjum og jafnvel hengipottum af sömu ástæðu. Þá liggja berin heldur ekki eins á moldinni og kannski minni líkur á að sniglarnir nái að gæða sér á berjunum á undan okkur. Allar káltegundir er auðveldlega hægt að rækta í kerjum og baunir líka.

Það er t.d. kjörið að leyfa krökkum að prófa að rækta sitt eigið grænmeti í blómakössum. Það eru meira að segja til ýmis óvenjuleg litaafbrigði sem getur verið spennandi að prófa eins og t.d. fjólubláu og gulu gulræturnar sem slegið hafa rækilega í gegn hjá mínum dætrum. Sætar og góðar og stútfullar af andoxunarefnum. Möguleikarnir eru endalausir og um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og gleðja bragðlaukana með smá smakki af heimaræktuðu grænmeti í sumar.

Rannveig Guðleifsdóttir

Garðaflóra

Umræður

Rannveig Lilja Garðarsdóttir
27 nóvember 2011 13:41

Hvernig er best er að geyma jarðarberjaplöntu yfir vetrartímann plantan er í leirpotti, vil helst ekki að potturinn springi í frostinu

Skrifaðu athugasemd

03.05.2013

Kurl

Þegar við erum að klippa tré og runna fellur oft til óhemju mikið magn af viði.  Margir eiga sumarbústaði eða land og hafa ræktað upp hin ýmsu tré í mörg ár.  Þegar trén eru orðin stór og stæðileg getur komið að því að það þurfi að fjarlægja eitthvað af þeim til þess að fá betri birtu og vaxtarskilyrði fyrir þau sem  eiga halda áfram að dafna og verða enn stærri.  Stundum þurfum við líka að klippa  til að hleypa  birtu inn í krónu trés. 

15.04.2013

Matjurtir

Það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga þegar við förum út í grænmetisræktun er að velja skjólgóðan og bjartan stað. Góður plús er að staðurinn snúi mói suðri. Þar þarf að vera vel framræst og góð jarðvegsdýpt en það er c.a. 30-40 c.m. Þegar þetta er til staðar eru vaxtar möguleikar töluvert góðar fyrir grænmetisplönturnar.  Ef jarðvegurinn er frjósamur getur verið nóg að bæta í hann safnhaugsmold,moltu og jafnvel húsdýraáburði.  Plöntur þarfnast margra næringarefna eins og t.d. niturs eða köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og  kalíums (K), ásamt snefilefna.

09.04.2013

Nokkur kartöfluyrki

Íslendingar byrjuðu að rækta Kartöflur Solanum tuberosum fyrir c.a. 255 árum.  Birni Halldórssyni prófasti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð er oft eignaður heiðurinn af fyrstu kartöflurækt hér á landi.  Það mun þó ekki vera með öllu rétt því sænski baróninn Frederich  Wihelm Hastfer var aðeins á undan Birni og setti niður kartöflur á Bessastöðum vorið 1758. 

12.03.2013

Hvaða kryddplöntum má sá í mars?

Nú er sólin farin að hækka á lofti og bráðlega fer að vora. Það sem við sáum í mars þarf ekki neina sérstaka lýsingu.  Kryddfræ eru 7-20 daga að spíra, allt eftir tegundum. Það sem til þarf við sáninguna er góð sáðmold, sótthreinsaðir bakkar eða pottar, dagblöð til að setja yfir sáninguna.

07.03.2013

Nokkrar tegundir aldinjurta sem hægt er að rækta í gróðurhúsum

Þeir sem búa svo vel að eiga upphituð gróðurhús eiga möguleika á að rækta upp sitt eigið aldinmeti. Þar er um ýmislegt að velja. Tómatar, paprikur, melónur og eggaldin eru meðal margra skemmtilegra aldinjurta sem gaman er að spreyta sig á.  Þær eru ættaðar frá hitabeltinu og þurfa talsverðan hita og birtu til að geta gefið af sér uppskeru.

05.03.2013

Sáð fyrir sumarblómum í mars

Nú er tímabært að athuga hverju á að sá í mars.
Þau sumarblóm sem sáð er fyrir í mars eru:
 
Bláhnoða Ageratum houstonianum, sáð í mars,spírará 10-14 dögum

Blákragafífill Brachycome iberidifolia, sáð í mars,apríl,spírar á 8-12 dögum

13.02.2013

Risajúkka

Risajúkka (Hermannshvíld) Yucca guatemalensis (Yucca elephantipes) er falleg planta sem auðvelt er að rækta hér, sé hún inni.Langbest er að hafa hana í gróðurskála þar sem hún fær næga birtu og gott pláss. Risajúkkan er upprunalega frá Mið-Ameríku og í sínum heimahögum getur hún orðið allt að 10 m. á hæð.

11.02.2013

Sumarblóm og kryddplöntur sem má sá í febrúar

Nú er framundan mesti annatími við undirbúning og sáningar hjá þeim sem ætla að sá fyrir hinum ýmsu tegundum blóma og trjáplantna. Ég hef áður fjallað um allan undirbúninginn sem þarf að framkvæma þegar ætlunin er að sá fræjum. Í megin atriðum er aðferðin ein, sama hvaða fræjum á að sá.

05.02.2013

Pálsjurt (Pálsblóm) Saintpaulia ionantha

Þessi litla snotra pottaplanta er upphaflega frá Austur-Afríku, en þar vex hún villt. Upphaflega tegundin var dökk blá en núna eru yrkin orðin nokkuð mörg og hafa verið ræktuð upp frá Saintpaulia ionantha og Santpaulia confusa. Nú er litur blóma þessara jurta til í dökkbláu, hvítu, bleiku, rauðu og tvílit. Til eru yrki sem eru með fylltum blómum. Pálsjurtin er c.a 10 cm há, 12-15 cm í þvermál. Henni þykir gott að standa í birtu en þolir ekki að vera í mikilli sól yfir hásumarið. Lágmarkshiti fyrir hana i glugga eða birtu er 16-18 °C, þegar skammdegið er mest.

22.01.2013

Umpottun pottaplantna

Nú er sól farin að hækka á lofti og þá þarf að huga að umpottun á  pottaplöntunum. Umpottun ætti aðallega að fara fram í febrúar eða mars, c.a annað hvert ár, en það fer eftir tegundum og vexti. Þegar keyptar eru nýjar plöntur þarf ekki að umpotta þær það árið. Það er auðvelt að sjá hvort plantan þarfnast umpottunar, það er hægt að athuga það með því að losa plöntuna úr pottinum. Ef ræturnar fylla út í pottinn og sést nánast engin mold, eða að ræturnar eru farnar að vaxa í hringi (komin rótarflækja) þá er alveg nauðsynlegt að umpotta. Ef einhver mold er sjáanleg setjið þá plöntuna aftur í pottinn með viðbættum jarðvegi og hagræðið henni vel.


31 - 40 af 85
1 2 3 4 5 6 7 8 9 

Leita