Garðanördinn

05.03.2013

Sáð fyrir sumarblómum í mars

Nú er tímabært að athuga hverju á að sá í mars.
Þau sumarblóm sem sáð er fyrir í mars eru:
 
Bláhnoða Ageratum houstonianum, sáð í mars,spírará 10-14 dögum

Blákragafífill Brachycome iberidifolia, sáð í mars,apríl,spírar á 8-12 dögum

15.09.2014

Haustplöntur

Nú er farið að hausta  og sumarblómin, sem við höfum dáðst að í allt sumar, byrjuð að fölna. Við höfum notið þess að horfa á fallegu blómin við heimkeyrsluna, á veröndinni, á svölunum, í hengipottum og hvar sem við höfum verið með eða séð þennan fegurðarauka. Við verðum því að bíða þolinmóð eftir næsta sumri.  En svo eru til margar plöntur  sem seldar eru á haustin og geta þá tekið við af sumarblómunum sem nú eru að enda sína lífdaga.  Það eru t.d.runnarnir:, Ilmsnepla  (Hebe odoria) sígræn,lágvaxin, fíngerð planta sem hentar vel í ker og potta, með öðrum plöntum, Berjamynta (Gaultheria procumbens) lágvaxin með sígrænum blöðum, rauðum berjum, falleg planta sem fer vel keri eða stórum pottum, Vorlyng (Erica carnea) lágvaxinn runni, með bleikum, rauðum og hvítum blómum, hentar vel í ker, potta og beð, Sólargull (Helichrysum italicum),hefur einnig verið kölluð Karrýplantan vegna ilmsins, er með silfruðum blöðum og er skemmtileg í ker og potta, þessi planta er gömul lækningajurt, Silfurþráður, öðru nafni Vírkambur (Calocephalus browii) með lítil grá blöð, vex í hálfgerðri flækju og því er erfitt að finna byrjun á legg og enda plöntunnar. Hún er lágvaxin en fín í ker og potta. Allar þessar plöntur sem ég hef talið upp hér að framan, þurfa skjól og geta þá bjargað sér en þola ekki mikið frost og eru því sjaldan langlífar hér á okkar landi.

03.05.2013

Kurl

Þegar við erum að klippa tré og runna fellur oft til óhemju mikið magn af viði.  Margir eiga sumarbústaði eða land og hafa ræktað upp hin ýmsu tré í mörg ár.  Þegar trén eru orðin stór og stæðileg getur komið að því að það þurfi að fjarlægja eitthvað af þeim til þess að fá betri birtu og vaxtarskilyrði fyrir þau sem  eiga halda áfram að dafna og verða enn stærri.  Stundum þurfum við líka að klippa  til að hleypa  birtu inn í krónu trés. 

15.04.2013

Matjurtir

Það fyrsta sem við þurfum að hafa í huga þegar við förum út í grænmetisræktun er að velja skjólgóðan og bjartan stað. Góður plús er að staðurinn snúi mói suðri. Þar þarf að vera vel framræst og góð jarðvegsdýpt en það er c.a. 30-40 c.m. Þegar þetta er til staðar eru vaxtar möguleikar töluvert góðar fyrir grænmetisplönturnar.  Ef jarðvegurinn er frjósamur getur verið nóg að bæta í hann safnhaugsmold,moltu og jafnvel húsdýraáburði.  Plöntur þarfnast margra næringarefna eins og t.d. niturs eða köfnunarefnis (N), fosfórs (P) og  kalíums (K), ásamt snefilefna.

09.04.2013

Nokkur kartöfluyrki

Íslendingar byrjuðu að rækta Kartöflur Solanum tuberosum fyrir c.a. 255 árum.  Birni Halldórssyni prófasti í Sauðlauksdal við Patreksfjörð er oft eignaður heiðurinn af fyrstu kartöflurækt hér á landi.  Það mun þó ekki vera með öllu rétt því sænski baróninn Frederich  Wihelm Hastfer var aðeins á undan Birni og setti niður kartöflur á Bessastöðum vorið 1758. 

12.03.2013

Hvaða kryddplöntum má sá í mars?

Nú er sólin farin að hækka á lofti og bráðlega fer að vora. Það sem við sáum í mars þarf ekki neina sérstaka lýsingu.  Kryddfræ eru 7-20 daga að spíra, allt eftir tegundum. Það sem til þarf við sáninguna er góð sáðmold, sótthreinsaðir bakkar eða pottar, dagblöð til að setja yfir sáninguna.

07.03.2013

Nokkrar tegundir aldinjurta sem hægt er að rækta í gróðurhúsum

Þeir sem búa svo vel að eiga upphituð gróðurhús eiga möguleika á að rækta upp sitt eigið aldinmeti. Þar er um ýmislegt að velja. Tómatar, paprikur, melónur og eggaldin eru meðal margra skemmtilegra aldinjurta sem gaman er að spreyta sig á.  Þær eru ættaðar frá hitabeltinu og þurfa talsverðan hita og birtu til að geta gefið af sér uppskeru.

13.02.2013

Risajúkka

Risajúkka (Hermannshvíld) Yucca guatemalensis (Yucca elephantipes) er falleg planta sem auðvelt er að rækta hér, sé hún inni.Langbest er að hafa hana í gróðurskála þar sem hún fær næga birtu og gott pláss. Risajúkkan er upprunalega frá Mið-Ameríku og í sínum heimahögum getur hún orðið allt að 10 m. á hæð.

11.02.2013

Sumarblóm og kryddplöntur sem má sá í febrúar

Nú er framundan mesti annatími við undirbúning og sáningar hjá þeim sem ætla að sá fyrir hinum ýmsu tegundum blóma og trjáplantna. Ég hef áður fjallað um allan undirbúninginn sem þarf að framkvæma þegar ætlunin er að sá fræjum. Í megin atriðum er aðferðin ein, sama hvaða fræjum á að sá.

05.02.2013

Pálsjurt (Pálsblóm) Saintpaulia ionantha

Þessi litla snotra pottaplanta er upphaflega frá Austur-Afríku, en þar vex hún villt. Upphaflega tegundin var dökk blá en núna eru yrkin orðin nokkuð mörg og hafa verið ræktuð upp frá Saintpaulia ionantha og Santpaulia confusa. Nú er litur blóma þessara jurta til í dökkbláu, hvítu, bleiku, rauðu og tvílit. Til eru yrki sem eru með fylltum blómum. Pálsjurtin er c.a 10 cm há, 12-15 cm í þvermál. Henni þykir gott að standa í birtu en þolir ekki að vera í mikilli sól yfir hásumarið. Lágmarkshiti fyrir hana i glugga eða birtu er 16-18 °C, þegar skammdegið er mest.


31 - 40 af 86
1 2 3 4 5 6 7 8 9 

Leita