Grillskóli Garðheima og Weber

 

Grillnámskeiðin eru haldin af Matthíasi Þórarinssyni matreiðslumeistara og Eymar Plédel Jónsson frá Vínskólanum. Námskeiðin eru stórgóð skemmtun og fræðsla um leið. Hinrik leiðir þáttakendur í gegnum grillfræðin og kennir tæknina á bakvið fullkominn árangur í hvert sinn. Eymar parar réttu vínin/bjórinn með og kennir galdurinn á bakvið góða pörun. Námskeiðin eru stórgóð skemmtun með mat og drykk og frábær fræðsla um leið. Allir þáttakendur eru leystir út með viðurkenningarskjali fyrir góða þáttöku.

________________________________________________________________________

Höldum einungis sérnámskeið fyrir hópa frá 20 - 30 manns!  Senda fyrirspurn

________________________________________________________________________

Hvað skal velja?

Bjór og Grill: Áhersla lögð á matinn í grillveisluna. Grillað lambalæri, lax, nautasteik, bernaise pizza, desert og meðlæti.

Rautt og Grill: Áhersla á rautt kjöt sem passar með rauðvíni. Hægeldað nautaribeye, snöggsteiking á nautasteik, önd, mini borgarar, desert og meðlæti.

Villibráð: Aðeins í boði á haustin. Hreindýr, önd, gæs, rjúpa, meðlæti og desert. Breytilegt eftir því hvaða hráefni er fáanlegt.

 

 

Um námskeiðin:

Um er að ræða grillnámskeið í formi sýnikennslu sem endar á gómsætri grillmáltíð.  Kennslan fer fram á Weber Q-300 og Weber Summit gasgrillum, en kennd er almenn grilltækni.  Grillnámskeiðin henta jafnt einstaklingum sem hópum, t.d. tilvalið fyrir vinnufélaga og aðra hópa sem vilja eiga skemmtilega stund saman, fræðast og borða góðan mat!

Grillnámskeiðin standa yfir í um 3 klst, frá 18:00-21:00 á Spírunni bistro, 2.hæð Garðheima.
Leiðbeinenduri: Matthías Þórarinsson matreiðslumeistari og grillari og Eymar Plédel Jónsson frá Vínskólanum.
Fjöldi í hverjum hóp 15-30 manns

ATH einungis er um að ræða sérnámskeið fyrir hópa. 

Almennt verð kr. 10.900,-  

  • Vín (bjór) kynning frá Vínskólanum.
  • Kennsla í umhirðu grilla, þrif, endingu ofl.
  • Námskeiðið miðar að því að útskrifa fyrsta flokks grillara, þátttakendur læra að vinna með flóknari hráefni, og ná fram stórkostlegu grillbragði!
  • Krydd og kryddlögur – hvenær á að leggja í marineringu?  Á að þurrka löginn af?  Má nota salt í marineringu?
  • Hvernig undirbý ég steikina til að hún verði meyr?
  • Farið í mismunandi hitastig – bein og óbein grillun, notkun kjöthitamæla ofl.
  • Efnafræðin bakvið grillun – hvað gerist þegar við eldum matinn?  Hvað gerist ef steikin brennur?  Má grilla allt?  Hvað með eftirrétti?
  • Námskeiðið endar með gómsætri grillmáltíð, með afurðum námskeiðsins ásamt meðlæti.
  • Námskeiðin hefjast öll kl. 18:00 á Spírunni, 2.hæð Garðheimum Stekkjarbakka.
  • Námskeiðsgjald fæst ekki endurgreitt sé afbókað innan 48 klst

 

Skráning

Skráningar og fyrirspurnir sendist á namskeid@gardheimar.is  eða í s: 5403300.  Vinsamlegast tilgreinið nafn, gsm númer og netfang. Greiðsla þarf að berast eigi síðar en viku fyrir námskeiðsdag.


Leita