Um klúbbana

Nú bætum við þjónustuna við trygga viðskiptavini og breytum klúbbunum okkar - þér til hagsbóta!  

Garðheimar bjóða klúbbfélögum sínum 10% afslátt af öllum vörum, s.s. garðyrkjuvörum, gæludýravörum, lífsstílsvörum, blómum, o.fl. (Afslátturinn gildir ekki af tilboðsvöru, styrktarvöru eða með öðrum afsláttum).

 

Hvað þarf að gera

  1. Skráðu þig í klúbb - eða endurskráðu þig ef þú ert þegar klúbbfélagi
  2. gefðu upp kennitöluna þína við kassann þegar þú verslar
  3. þú færð 10% afslátt af öllum vörum og stundum meira þegar sértilboð eru í gangi til klúbbfélaga.

Klúbbarnir eru þrír:

Garðyrkjuklúbbur:  við sendum þér góð ráð, fræðsluefni og tilboð og uppákomur er snúa að ræktun.
Gæludýraklúbbur:  við sendum þér upplýsingar um dýrasýningarnar okkar, fræðsluefni og tilboð á gæludýravörum.

Garðheimaklúbbur:  við sendum þér upplýsingar um tilboð, uppákomur námskeið ofl.


Aðrir póstlistar:

Spíran:  bistro staður Garðheima á 2.hæð, sendir upplýsingar um tilboð, námskeið, veitingarnar, uppákomur ofl.
Sumarbústaðaeigendur:  Við sendum þér upplýsingar um spennandi vörur og tilboð sem snúa að sumarbústöðum.  Skráðu svæðisnúmer sumarbústaðarins og við látum þig vita t.d. þegar Tækjaleiga Garðheima er á þínu svæði með kurlara og aðrar græjur til útleigu.

 

Um klúbbana

  • Enginn kostnaður eða skuldbinding fylgir því að skrá sig í klúbbana.  
  • Klúbbarnir veita þér fastan -10% afslátt í hvert sinn sem verslað er.  Eina sem þú þarft að gera er að gefa upp kennitölu við kassa.  
  • Auk þess sérstakir klúbbadagar með fleiri völdum tilboðum til klúbbfélaga.
  • Með skráningu í klúbbana samþykkir viðkomandi að Garðheimar sendi í tölvupósti upplýsingar um uppákomur, tilboð og fréttir og fróðleik.
  • Hægt er að afskrá sig hvenær sem er með því að smella á hlekk neðst í síðasta tölvupósti frá okkur.
  • Farið verður með allar upplýsingar um kennitölu og tölvupóst sem trúnaðarmál, með vísan til laga 77/2000 um persónuvernd.

Leita