Nóvemberkaktus

14.10 2011

Nóvemberkaktus er auðveldur og þakklátur stöngulkaktus, sem blómstrar í 1-2 mánuði.  Hann blómstrar ár eftir ár og verður oft stór og mjög fallegur, alþakinn bleikum eða hvítum blómum. Hann nýtur sín vel á borði, í glugga og sérstaklega vel á blómasúlu nálægt glugga.

Umhirða

Yfir blómgunartímann þarf að vera jafn raki en þó má hann aðeins þorna á milli vökvana, hann má alls ekki ofþorna.  Þetta er þó allt háð hitastigi innandyra.  Áburðargjöf er hálfsmánaðarlega.  Þegar hann er kominn í blóm má ekki snúa honum í gluggakistunni því þá detta knúparnir af.  Eftir blómgun þarf að hvíla plöntuna.  Það er gert með því að minnka verulega vökvun.  Liðirnir mega þó alls ekki skorpna.  Á vorin þarf að skipta um mold á honum og auka vökvunina. Hann vex mikið á sumrin og eftir vaxtartímabilið er vökvunin minnkuð aftur þar til blómknúppar fara að sjást.

Birta

Svolítil sólarglæta sakar ekki, en vægur skuggi er æskilegri.

Hiti

Meðalhiti nótt (10-16°C) svalt og þurrt frá september og þar til blómhnappar sjást.


Leita