Drekatré

19.03 2015

Drekatré  (Dracaena)

Er falleg og sterk planta með löngum oddhvössum blöðum. Er gríðarlega öflug til lofthreinsunar og því mjög vinsæl bæði fyrir heimili og skrifstofur.

Kýs bjartan stað, en ekki beina sól. 

Vex best á hlýjum stað, þolir illa hitastig undir 18°. 

Vökvið niður að rótum einu sinni í viku yfir sumartímann, en sjaldnar á veturna. Þolir illa mikinn raka.

Passið að ofvökva ekki og að ræturnar liggi ekki í vökva. 

Þvoið blöðin með rökum klút til að fjarlægja ryk. 

Fjarlægið öll gul og visnuð blöð til að leyfa plöntunni að endurnýja sig. 

Gott að umpotta á vorin.

Umræður

Þóra Sigrún
09 ágúst 2017 12:59

hvernig klippir maður drekatré sem eru orðin of há?

Þóra Sigrún
09 ágúst 2017 13:00

hvernig klippir maður drekatré sem eru orðin of há?

Hrafnhildur
08 júní 2019 12:24

Drekatréið mitt sem ég er búin að eiga í 14 ár er að deyja að ég held hvað get ég gert nýbúin að setja´það í nýjan pott og nyja mold

Skrifaðu athugasemd

19.03.2015

Fíkus

Fíkus (Ficus Benjamina)

Er falleg, sterk og dugleg stofuplanta sem hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Hreinsar út ýmiss óæskileg efni úr
andrúmsloftinu. Hefur einnig hljóðeinangrandi eiginleika og því sniðugur í stór rými.

19.03.2015

Fingurblað

Fingurblað (Schefflera)

Er falleg græn planta með gúmmíkennd blöð í þyrpingum. Er nokkuð auðveld í umhirðu og hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Er sérstaklega gagnleg í rými sem þar sem reykt er. 

19.03.2015

Mánagull

Mánagull (Scindapsus aureus)

Er blaðfalleg hengiplanta með hjartalaga glansandi og mislit blöð  Einnig má binda hana upp við súlu. Blómstrar ekki sem inniplanta.

19.03.2015

Friðarlilja

Friðarlilja (Spathiphyllum Wallissi)

Fagurgræn planta sem blómstrar hvítum blómum á löngum stöngli. Er sérlega vinsæl vegna lofthreinsunareiginleika, en hún er mjög öflug að hreinsa óæskileg efni úr loftinu. Er sérlega góð þar sem mikið er um raftæki, s.s. á skrifstofum.


31 - 5 af 5
1 

Leita