Friðarlilja

19.03 2015

Fagurgræn planta sem blómstrar hvítum blómum á löngum stöngli. Er sérlega vinsæl vegna lofthreinsunareiginleika, en hún er mjög öflug að hreinsa óæskileg efni úr loftinu. Er sérlega góð þar sem mikið er um raftæki, s.s. á skrifstofum.

Þarf góða birtu en ekki sól og þrífst best í hlýju umhverfi.

Blómstrar ríkulega við 16-18.

 

Vökvið reglulega og allvel á sumrin, en dragið úr vökvun á veturna.

Kýs mikinn loftraka, úðið umhverfis plöntuna.

Gott að gefa blómaáburð hálfsmánaðarlega.

 

Að vori þarf að umpotta henni, tryggið gott frárennsli. 

Þurrkið af blöðunum með rökum klút, en notið aldrei blómabón.

19.03.2015

Fíkus

Fíkus (Ficus Benjamina)

Er falleg, sterk og dugleg stofuplanta sem hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Hreinsar út ýmiss óæskileg efni úr
andrúmsloftinu. Hefur einnig hljóðeinangrandi eiginleika og því sniðugur í stór rými.

19.03.2015

Drekatré

Drekatré  (Dracaena)

Er falleg og sterk planta með löngum oddhvössum blöðum. Er gríðarlega öflug til lofthreinsunar og því mjög vinsæl bæði fyrir heimili og skrifstofur.

19.03.2015

Fingurblað

Fingurblað (Schefflera)

Er falleg græn planta með gúmmíkennd blöð í þyrpingum. Er nokkuð auðveld í umhirðu og hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Er sérstaklega gagnleg í rými sem þar sem reykt er. 

19.03.2015

Mánagull

Mánagull (Scindapsus aureus)

Er blaðfalleg hengiplanta með hjartalaga glansandi og mislit blöð  Einnig má binda hana upp við súlu. Blómstrar ekki sem inniplanta.


31 - 5 af 5
1 

Leita