Mikilvægi stofuplantna

03.02 2011

Venjulegar stofuplöntur geta verið hjálplegar við að hreinsa eiturefni úr loftinu. Plönturnar sem þú hefur heima hjá þér eða á skrifstofunni eru ekki bara til skrauts. Vísindamenn NASA hafa nú fundið út að sú hreinsum á lofti sem þær afkasta kemur á óvart og þeir telja að þær hafi mikla þýðingu fyrir heilbrigt loft í nútíma byggingum.  NASA og ALCA(Associated Landscape Contractors of Amerika) hafa tilkynnt niðurstöður tveggja ára rannsókna sem sýna fram á plöntur sem mengunar eyðandi tæki.
Rannsókninar gengu út á það að finna lífrænar lausnir, á jörðu sem í geimstöðvum, gegn eiturefnum sem liggja í andrúmsloftinu. Dr. Bill Wolverton fyrrverandi stjórnandi C. Stennis Space Center á Bay St. Louis í Mississippi.

Við undirbúning á hönnun rannsóknarinnar hjálpaði ALCA til við að finna algeng afbrigði og tegundir plantna sem þegar voru taldar vera góðar á sviði lofthreinsunar og hjálpuðu einnig til við að finna efni í loftinu sem geta valdið heilsutjóni. NASA fundu svo út að sumar þessara plantna hafa svo mikil áhrif á andrúmsloftir að þeim verður brátt skotið út í geim til að hefja frekari rannsóknir á mögulegu lífrænu umhverfi ?Biological life Suportsystem? í geimstöðvum framtíðarinnar.

 


Þó þessar rannsóknir hafa ekki náð yfir jafn margar plöntutegundir og ætlast var til í byrjun fullyrðir Dr. Wolverton að nær allar plöntur geti nýst í baráttunni við mengun á andrúmsloft. ?Okkur sýnist að framtíðar niðurstöður verkefnisins muni færa enn frekari rök fyrir því að fólk ætti að nota plöntur, ekki bara til skreytinga, heldur líka til að skapa ómengað heimili eða vinnustað.

 


Í rannsóknini var hver planta fyrir sig innsigluð inni í ?Plexiglerskápum?. Í þessa skápa sprautaði maður svo þeim eiturefnum sem prófuð voru. Mánagull, Veðhlaupari (Chlorophytum) og GOLDEN PHOTOS reyndust bestar til að fjarlægja formalehyde sameindir úr loftinu. Blómstrandi plöntur eins og Gerberur og Chrýsar hafa þar á móti reynst betri við að hreinsa bensíngufur. Meðal annara góðra plantna sem prufaðar hafa verið til bensíngufu hreinsunar eru Dracena massangeana (Drekatré), Spatyphyllum (Friðarlilja) og GOLDEN PHOTOS. ?Plönturnar taka þessi eiturefni í gegnum lítil op á blöðunum? segir Dr. Wolverton. ?En rannsókn okkar hefur líka sýnt fram á bakteríur sem lifa á laufi, rótum og mold plantnana hafa einnig góðan þátt í þessari hreinsun.

 


Sameining þekkingar á sviðum Náttúru og tækni getur aukið virkni þessarar hreinsunar því ef maður kemur fyrir virkum kolefnum í mold og viftu við plönurnar munu plönturnar gleypa í sig þau eitur efni sem safnast fyrir í kolefnunum?. Útskýrir Dr. Wolverton.
Top 10 listin yfir plöntur sem reynast góðar til hreinsunar á formaldehyde, benzene og carbon monoxide úr loftinu:
Íslenkt heiti / Latnenskt heiti Dvergpálmi / Chamaedorea seifritzii Dvergpálmi /Aglanomea modestum Bergflétta / Hedera helix Gerbera / Gerbera jamesonii Drekatré / Dracena marginata Drekatré / Dracena massangeana Drekatré / Sansevieria laurentii Crýsi / Chrysanthemum morifolium Friðarlilja / Spatiphyllum walisii ‘mauna Loa Drekatré / Dracena ‘Warneckii

 


Efni sem notuð voru við tilraunina:
Trichloroethylen (TCE) er gerviefni sem er til margra nyta nytsamlegt. Oftast (yfir 90%) er TCE notað til smurningshreinsunar á málmum og þurrhreinsunariðnaði. Einnig er TCE notað í prentblek, málingu, lökk, varnishes og adhesives. Árið 1975 skýrði Bandaríska Krabbameinsfélagið (National Cancer Institute) frá óvenjulega mörg tilfelli ?hepacellular carcinomas? í músum sem gefið hafði verið TCE í formi gass og telja því því nú að þetta efni valdi tíðum lifrar?carcinogen?.

 


Bensínefni er algengt að finna í leysiefnum og er t.d. í hlutum eins og bensíni, bleki, olíum, málingu og gúmmíi. Líka er það notað til framleiðslu á heinsiefnum, sprengiefni, lyfjum og upplitunar efnum. Bensínefni hafa verið þekkt fyrir húð- og augnaáreyti. Einnig er það valdur að frumuvansköpun og hefur í mörgum rannsóknum verið greint valdur að fóstureitrun og Carcinogenicity. Sannanir eru til fyrir litningagöllum og hvítblæði sem stafa að hluta til af bensíneitrun. Uppsöfnuð bensínefni í líkama valda höfuðverk, slappleika, flökurð, svima, sjóntruflunum, skjálfta, óreglulegum hjartlætti, lifrar- og nýrnaskemmdum,lömun og ómeðvitund.

 


Formaldehyde er gerfiefni sem er allstaðar finnanlegt. Upptök efnisins eru oftast úr iðnaði og þá helst úr húsgagnaiðnaði í formi froðu sem notuð er til að halda pressuðu timbri saman. Efnið er einnig í innkaupapokum, vöxuðum pappír og hand- og andlitsþurrkum. Mörg hreinsiefni innihalda formaldehyde sem og stífiefni, hrukkuvarnir, vatns- og eldvarnir, bindiefni, teppaundirlög og kumpuvarin föt. Einnig er mikið af efninu í sígarettureyk, brenngasi og eldsneyti.
Formaldehyde getur valdið áreyti í augum nefi og hálsi en það er líka grunað að í hálsi geti það valdið sjaldgæfu kabbameini.

 


Þýðing: Þorsteinn Bragi Validmarsson gardur@grodur.is
Heimild: Bandaríksa Geimvísindastofnuni
19.03.2015

Fíkus

Fíkus (Ficus Benjamina)

Er falleg, sterk og dugleg stofuplanta sem hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Hreinsar út ýmiss óæskileg efni úr
andrúmsloftinu. Hefur einnig hljóðeinangrandi eiginleika og því sniðugur í stór rými.

19.03.2015

Drekatré

Drekatré  (Dracaena)

Er falleg og sterk planta með löngum oddhvössum blöðum. Er gríðarlega öflug til lofthreinsunar og því mjög vinsæl bæði fyrir heimili og skrifstofur.

19.03.2015

Fingurblað

Fingurblað (Schefflera)

Er falleg græn planta með gúmmíkennd blöð í þyrpingum. Er nokkuð auðveld í umhirðu og hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði. Er sérstaklega gagnleg í rými sem þar sem reykt er. 

19.03.2015

Mánagull

Mánagull (Scindapsus aureus)

Er blaðfalleg hengiplanta með hjartalaga glansandi og mislit blöð  Einnig má binda hana upp við súlu. Blómstrar ekki sem inniplanta.

19.03.2015

Friðarlilja

Friðarlilja (Spathiphyllum Wallissi)

Fagurgræn planta sem blómstrar hvítum blómum á löngum stöngli. Er sérlega vinsæl vegna lofthreinsunareiginleika, en hún er mjög öflug að hreinsa óæskileg efni úr loftinu. Er sérlega góð þar sem mikið er um raftæki, s.s. á skrifstofum.


31 - 5 af 5
1 

Leita