Blómabúðin

Í blómabúð Garðheima starfar góður hópur fagfólks sem leggur mikla áherslu á persónulega þjónustu, sniðna að þörfum hvers og eins. Hafa ber í huga að afskorin blóm eru árstíðabundin og hver skreyting einstakt handverk.

Hafa samband

Blómvendir

Fermingar

Gjafakörfur

Skreytingarefni

og gerviblóm

Samúðar­skreytingar

Brúðkaup

Blómategundir

fróðleiksmolar

Skírn og nafnaveisla

Afmæli og veislur

Lengdu líftíma blómanna

  • Mynd 1 - Vatn

    Mikilvægt er að hafa vasana hreina og setja næringu í kalt vatnið. Laukblóm þurfa mjög lítið vatn t.d túlípanar og páskaliljur. Forðið blómunum frá beinu sólarljósi, trekk og frá ávöxtum. Gott er að skipta um vatn annan hvern dag.

  • Mynd 2 - Skæri

    Áður en blómin eru látin í vasa þarf að skáskera stilkana með beittum hníf (ca 2 cm). Ef stilkarnir eru trjákenndir þá má nota klippur til að skáskera. Taka öll blöð sem geta lent í vatninu annars gæti líftími blómanna styðst. 

  • Mynd 3 - Blómavasi

    Þreytuleg blóm og greinar eins t.d rósir og krýsi er hægt að hressa við ef þeim er pakkað þétt inn, stilkurinn skáskorinn aftur, þeim stungið í soðið vatn í ca 10 sekúndur og sett strax eftir það í kalt vatn. Þetta á ekki við um blóm með mjúka stilka eins og laukblóm.

  • Fallegt umhverfi

    Fyrirtækjaþjónusta Garðheima hefur verið starfrækt frá árinu 2000 og fjöldi íslenskra fyrirtækja, stórra og smárra hafa notfært sér þjónustuna. Við aðstoðum fyrirtæki að fegra umhverfið, bæta andrúmsloftið og spara sporin. Við bjóðum uppá skjóta og góða persónulega þjónustu.

    Þjónustuþættir okkar