Blómabúð

 

Blómabúð Garðheima státar af gífurlega fjölbreyttu úrvali afskorinna blóma. Boðið er uppá uppá vandaða og góða framleiðslu íslenskra ræktenda, en auk þess flytur verslunin inn í beinu flugi í hverri viku, "öðruvísi" afskorin blóm til að auka fjölbreytnina.

OPIÐ TIL KL. 21:00 ÖLL KVÖLD VIKUNNAR

 

Í blómabúðinni vinna hátt í 20 starfsmenn, bæði menntaðir blómaskreytar, reynslumikið blómaskreytingafólk og nemar. Þar rúmast því margir mismunandi stílar sem gerir það að verkum að allir ættu að geta fengið blóm og skreytingar við sitt hæfi.

 

Blómabúð Garðheima leggur áherslu á að stöðugt sé til úrval af ferskum blómvöndum og körfum til að grípa, ásamt því að bjóða persónulega þjónustu fyrir hvern og einn. Inpökkunarþjónustan er einnig mjög vinsæl, en sífellt fleiri eru farnir að nýta sér þessa skemmtilegu þjónustu.
Þá býður blómabúð Garðheima uppá mikið úrval af veisluskrauti, sem og aðstoð við hugmyndir að veisluskreytingum.

Hafðu samband í síma 5403320 eða sendu póst á netfangið:  Blómabúð


Nú geturðu einnig verslað blóm í nýrri vefverslun okkar:  VEFVERSLUNTenglar

Góð ráð

Meðhöndlun Túlipana. Ef  keyptir eru óskornir (þurrir) túlípanar má geyma þá í ísskáp án vatns í 2-3 daga.  Þegar á að nota túlípanana er klippt 1 cm neðanaf, geymdir í umbúðum í hálftíma, lítið magn af vatni sett í vasann.
Leita