Skýlum plöntunum

18.05 2011

Þegar hætta er á næturfrostum á vorin er hægt að grípa til ýmissa varnar gegn frostskemmdum.  Gott er að breiða akrýldúk yfir sumarblóm, kryddjurtir, matjurtir og sáningar ef þær eru komnar út.  Einnig til að hlífa öðrum viðkvæmari plöntum.  Nota má dúkinn í 2-3 lögum til að hlífa sem best.

Einnig má fjárfesta í "Baldrian extrakt" sem blandað er í vatn og vökvað yfir plönturnar.  Þá er úðað síðla dags, hlutfallið er 1 ml í 5 lítra af vatni.


13.12.2012

Ávaxtatrjáa gjafabréf

Þennan veturinn bjóðum við upp á eplatré, kirsuberjatré, perutré og plómutré.
Trén eru 2ja - 3ja ára að aldri, og eru til afhendingar ræktunarvorið 2013.  Skemmtileg gjöf fyrir garðeigendur.  Verð kr. 7.500,-

26.04.2012

Ræktunarbakkar fyrir baunaspírur

Þægilegir bakkar fyrir ræktun á baunaspírum, tekur ekki nema um 5-7 daga að fá uppskeru.  Pakkningin inniheldur bakka og fræ, svo er einnig hægt að kaupa fræin sér.  Sjá leiðbeiningar:

09.03.2011

Forræktun vorlauka

Bíðum nú við, vorlaukar, hvaða laukar eru það? En haustlaukar?

11.04.2011

Grátslöngur

Grátslöngur henta vel í beð og á þá staði í garðinum sem eru erfiðir til vökvunar.  Grátslöngurnar koma í 25 metra rúllum, 1/2" tomma, með endatappa og hraðtengi upp á krana. 


31 - 4 af 4
1 


Góð ráð

Hversu djúpt skal gróðursetja haustlauka? Þumalputtareglan er að gróðursetja á dýpt sem samsvarar 3xstærð laukanna.  Páskaliljur fara á 20 cm dýpi og túlípanar á 15 cm dýpi.  Grafið holuna, jafnið botninn, raðið laukunum, oddurinn snýr upp, moldin aftur yfir.  Fylgið leiðbeiningum á pökkunum sem eru oftast mjög góðar.
Leita