Berjarunnar


TrönuberGóð ráð

Trönuber Trönuber (Vaccinium macrocarpon) er lágvaxinn sígrænn runni.  Trönuber kjósa mýrlendan jarðveg og eru því hentug í garða með lítið frárennsli.  Greinar runnans breiða auðveldlega úr sér og þekja því vel.  Trönuber þrífast best í mold með lágu pH gildi til að vaxa vel og gefa ávöxt,  ásamt sólríkum svölum vaxtarstað.  Trönuberjarunni hefur fallega haustliti.

Trönuber eru vanalega ræktuð í lægðum til að raki haldist sem best í jarðveginum.  Jarðvegur með pH gildi 4-4,5 er æskilegur.  Plöntur ræktaðar í pottum er hægt að gróðursetja á hvaða tíma sem er í raka jörð.

Trönuber þarf að klippa til að þinna plöntuna og halda í skefjum.  Byrjið að þinna út greinar að vori þegar plantan hefur þakið yfirborð beðsins. Hafið eitt lag af greinum við yfirborð jarðvegs.  Á haustin eftir uppskeru má snyrta runnann til.  Plantan fjölgar sér með rótarskotum og hægt er að klippa afleggjara frá og gróðursetja annarsstaðar.
 
Fyrstu trönuberin ættu að vera tilbúin til tínslu snemma hausts, en best að bíða þar til sem flest eru þroskuð.  Trönuber geymast vel á þurrum stað í allt að 3 vikur við herbergishita eða 3 mánuði í kæli (2-4 C).  Fryst geymast berin lengur.
Leita