Hávaxið tré, en ef toppurinn er klipptur af þá fær maður fallega hringlaga krónu. Vex frekar hratt. Gefur af sér aldin frekar ungt og er sjálffrjó. Aldinin eru ávölm ekki mjög stór, grænleit, með rauðri slikju yfir í sólaráttina. Þroskast í lok september. Hægt að tína af óþroskaðar perur og láta halda áfram að þroskast innandyra. Safaríkar perur, góðar til að borða beint eða nýta í matreiðslu.