Ávaxtatré

Kynbætur og ný yrki hafa gert það að verkum að sífellt verður auðveldara að rækta ávaxtatré hér á landi.  

Ávaxtatrjám þarf að velja góðan stað í garðinum, í skjóli og þar sem sólar nýtur,  til dæmis við suðurvegg.  
 
Ræktuð ávaxtatré eru nánast undantekningalaust ágrædd.  Það þýðir að ofanjarðarhlutinn, sem er framræktað yrki, er grætt á rót af villitré sem er með sterkari rætur en yrkið.  Ágræðslan er yfirleitt gerð í 20 cm. hæð frá rótarhálsinum.

Ávaxtatré geta verið sjálffrjóvgandi eða ekki og sum eru það sem kallað er hálfsjálffrjóvgandi.  Ef um er að ræða tré sem ekki frjóvga sig sjálf verður að hafa að minnsta kosti tvö tré af öðrum yrkjum til að frjóvgun geti átt sér stað.


Leita